Fullt hús á frábærum tónleikum – myndasafn

popphornid-1-1Frábær stemning var á tónleikunum Popphornið sem haldnir voru í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Tónleikarnir voru hluti af landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita sem haldið var í bænum um helgina.

Smekkfullur salur af fólki sem skemmti sér konunglega við tóna allra lúðrasveita landsins en með þeim voru 200.000 naglbítar, Jónas Sig og Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann.

Tónleikarnir voru í alla staði frábærlega vel heppnaðir og má Lúðrasveit Þorlákshafnar vera mjög stolt af þessum mikla viðburði.

Undirritaður var með vélina á lofti og smellti af nokkrum römmum.

[nggallery id=8]