Myndir frá svakalegum sigri Þórs á Stjörnunni

thor_stjarnan-3Síðastliðinn föstudag mætti einungis eitt lið til leiks í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn þrátt fyrir að á parketinu væru 2 lið.

Stjarnan heimsótti Þórsara og eins og flest öllum er orðið kunnugt um þá völtuðu heimamenn yfir gestina. Leiknum lauk 95-76 þar sem allir leikmenn Þórs fengu að spreyta sig.

Stjarnan sá aldrei til sólar og má í raun segja að leikurinn hafi verið búinn um miðbik annars leikhluta en þá var staðan 50-17 fyrir Þór.

Frábær byrjun Þórs sem hefur nú unnið fyrstu tvo leikina í Dominos deildinni í körfubolta. Hér gefur að líta myndir sem undirritaður tók á föstudaginn.

[nggallery id=9]