Verk Duke Ellington í Hveragerðiskirkju

storsveitsud01Þriðjudaginn 22. okt verða sannkallaðir stórtónleikar í Hveragerðiskirkju en þá verður flutt verk eftir Duke Ellington.

Sacred Concert er djassverk, skrifað fyrir stórsveit, kór og einsöngvara. Duke Ellington samdi verkið á efri árum og ferðaðist víða um Bandaríkin og Evrópu með hljómsveit sína og fékk til liðs við sig kóra og söngvara til að flytja verkið. Oftast í kirkjum því textinn er trúarlegur. Verkið hljómaði því aldrei eins og eru í raun til nokkrar útgáfur af því.

Flytjendur á þessum tónleikum verða Stórsveit Suðurlands, þar sem finna má nokkra Þorlákshafnarbúa, stjórnandi Vignir Þór Stefánsson, Söngfjelagið, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson og Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 2.500 kr. Eldri borgarar og námsmenn borga kr. 2.000, frítt fyrir 12 ára og yngri. Stjórnandi á tónleikunum verður Vignir Þór Stefánsson. Menningarráð Suðurlands styrkir þessa tónleika.