Fjórtán Þórsarar á Landsmóti UMFÍ um helgina

Landsmót UMFÍ hefst í dag með keppni í fjórum greinum. Eins og flestir vita fer mótið fram hjá nágrönnum okkar á Selfossi og stendur það til sunnudags. Þórsarar eiga fjórtán keppendur á Landsmótinu sem keppa í fimm mismunandi greinum. Í frjálsum eru Fannar Yngvi Rafnarsson, Birgir Sólveigarson, Eva Lind Elíasdóttir og Styrmir Dan Steinunnarson skráð til […]Lesa meira

Uppselt á Jónas og Lúðró – Aukatónleikar í skoðun

Eins og greint var frá hér á Hafnarfréttum í gær þá munu Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sigurðsson spila á fimmtudeginum fyrir Bræðslu á Borgarfirði eystri. Miðasalan fór af stað klukkan 10 í gærmorgun og var orðið uppselt strax í gærkvöldi. Vegna gríðarlegrar aðsóknar og eftirspurnar er nú unnið að því að bæta við tónleikum en nánari upplýsingar […]Lesa meira

Nemanja Sovic til liðs við Þórsara

Þórsurum hefur borist býsna sterkur liðsstyrkur fyrir komandi átök í Dominos deildinni í körfubolta. Nemanja Sovic hefur gengið til liðs við félagið en hann lék síðast með liði ÍR og var þar einn af þeirra lykilmönnum á síðasta tímabili. Nemanja Sovic sem er 35 ára skoraði 13 stig að meðaltali í leik fyrir Breiðhyltinga og tók þar einnig […]Lesa meira

Ægismenn í Sandgerði

Í kvöld  mæta Ægismenn Reyni frá Sandgerði á heimavelli þeirra síðarnefndu og hefst leikurinn klukkan 20:00. Ægir hefur spilað fjóra leiki í 2. deildinni í sumar og unnið tvo af þeim. Ægismenn sigruðu lið Hamars sannfærandi síðastliðinn laugardag og eru því á góðu róli fyrir leik kvöldsins í Sandgerði. Reynir S. eru án stiga í […]Lesa meira

Skólaslit grunnskólans á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 5. júní, verður Grunnskóla Þorlákshafnar slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Hefðbundin dagskrá verður á skólaslitunum eins og undanfarin ár og má þar nefna þann skemmtilega sið þegar fyrstu bekkingar afhenda útskriftarnemunum rós í kveðjugjöf. Í tilkynningu frá grunnskólanum er tekið fram að allir nemendur skólans eigi að mæta en […]Lesa meira

Jónas og Lúðrasveitin fengu menningarverðlaun Ölfuss

Í gærkvöld voru Hafnardagar formlega settir í Ráðhúskaffi þar sem veðurguðir heimiluðu ekki að setningin yrði utandyra. Barbara menningarfulltrúi hélt utan um samkomuna og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði nokkur lög. Nýr bæjarstjóri Ölfuss Gunnsteinn R. Ómarsson hélt ræðu og kynnti sig í fyrsta sinn fyrir bæjarbúum. Menningarverðlaun Ölfuss voru einnig afhent á setningunni en í þetta […]Lesa meira

Hollvinafélag stofnað til uppbyggingar öldrunarmála

Á tónleikum Tóna og Trix síðastliðinn laugardag var sett á fót hollvinafélag sem hefur það að markmiði að berjast fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Tónleikagestum gafst tækifæri á að skrá sig í félagið og þar með tekið þátt í  baráttunni gegn hreppaflutningum eldri borgara úr bæjarfélaginu. Félag eldri borgara í Þorlákshöfn voru fyrst til að […]Lesa meira

Frábærir baráttutónleikar – myndasafn

Síðastliðinn laugardag hélt tónlistarhópur eldri borgara úr Þorlákshöfn, Tónar og trix ásamt hljómsveit, vel heppnaða tónleika í Versölum fyrir  troðfullu húsi gesta. Tilgangur tónleikanna var sá að vekja upp umræðu og berjast fyrir því að fá hjúkrunarheimili í bæinn. Staðreyndin er sú að eldri borgarar þurfa að flytjast í önnur bæjarfélög til að fá þá þjónustu sem þau þurfa á að […]Lesa meira

Hannyrðir og heimilisstörf á bókasafninu

Saumavélar, vefstóll, prjónavélar, taurullur, ryksuga, hesputré og spólurokkur eru meðal þess sem sýnt verður á sumarsýningu Byggðasafns Ölfuss sem opnuð verður fimmtudaginn 30. maí.   Nú er komið að því að sýna þá muni sem byggðasafnið á og tengjast hannyrðum og heimilisstörfum á árum áður.  Þessi störf voru að mestu unnin af konum.  Tekið er mið […]Lesa meira