Fjórtán Þórsarar á Landsmóti UMFÍ um helgina

SONY DSCLandsmót UMFÍ hefst í dag með keppni í fjórum greinum. Eins og flestir vita fer mótið fram hjá nágrönnum okkar á Selfossi og stendur það til sunnudags.

Þórsarar eiga fjórtán keppendur á Landsmótinu sem keppa í fimm mismunandi greinum.

Í frjálsum eru Fannar Yngvi Rafnarsson, Birgir Sólveigarson, Eva Lind Elíasdóttir og Styrmir Dan Steinunnarson skráð til leiks. Systkinin Axel Örn Sæmundsson og Karen Ýr Sæmundsdóttir keppa í badminton. Í íþróttum fatlaðra keppir Hjörtur Már Ingvarsson í sundi. Sex Þórsarar eru í körfuboltaliðinu en Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs sér um þjálfun liðsins. Þeir eru Emil Karel Einarsson, Erlendur Stefánsson, Halldór Garðar Hermannsson, Nemanja Sovic, Tómas Heiðar Tómasson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Í mótorkrossi keppir Þorsteinn Helgi Sigurðarson.

Tilvalið að skjótast á Selfoss um helgina og fylgjast með besta íþróttafólki landsins keppa í öllum mögulegum íþróttagreinum og hvetja okkar fólk áfram.