Ægisstelpur í 7. flokki að gera góða hluti

Efri röð: Anna Laufey, Katrín Ósk, Ingunn, Emma Hrönn og Silvia Rós, Neðri röð: Olga Lind, Ásdís Karen, Auður Helga, Sólveig Eva, Kamila Sól og Alrún Elín
Efri röð: Anna Laufey, Katrín Ósk, Ingunn, Emma Hrönn og Silvia Rós, Neðri röð: Olga Lind, Ásdís Karen, Auður Helga, Sólveig Eva, Kamila Sól og Alrún Elín

Um síðastliðna helgi tók 7. flokkur kvenna Ægis þátt í Landsbankamótinu á Sauðárkróki. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og sigraði A liðið alla sína leiki og varð í fyrsta sæti og B liðið hafnaði í öðru sæti í sinni keppni.

Gaman er að geta þessa að bæði lið náðu að skáka stórum liðum eins og Breiðabliki, HK, Haukum og Fjölni.

Þetta er frábær árangur hjá flottum Ægisstelpum sem eru mjög duglegar að æfa og ætla sér greinilegt langt í boltanum.