Jónas og Lúðrasveitin fengu menningarverðlaun Ölfuss

ludrasveitinÍ gærkvöld voru Hafnardagar formlega settir í Ráðhúskaffi þar sem veðurguðir heimiluðu ekki að setningin yrði utandyra.

Barbara menningarfulltrúi hélt utan um samkomuna og Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði nokkur lög. Nýr bæjarstjóri Ölfuss Gunnsteinn R. Ómarsson hélt ræðu og kynnti sig í fyrsta sinn fyrir bæjarbúum.

Menningarverðlaun Ölfuss voru einnig afhent á setningunni en í þetta sinn voru veitt tvenn verðlaun en þau hlutu Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sigurðsson. Jónas og lúðrasveitin héldu, eins og alþjóð veit, stórbrotna tónleika í Reiðhöll Guðmundar í október á síðasta ári í tilefni útgáfu þriðju plötu Jónasar, Þar sem himin ber við haf.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við setninguna.

[nggallery id=2]