DBS hóf Hafnardaga með látum

dbs_hafnardagar01Það má með sanni segja að Hafnardagar hafi farið af stað með látum. Eftir setningu hátíðarinnar í Ráðhúskaffi og í næsta sal til hliðar steig á stokk Djassband Suðurlands.

Hljómsveitin spilaði gamla soul og motown sveiflu slagara og gerðu það með eindæmum vel.

Mikil stemning var á sviðinu sem smitaðist svona líka vel í áhorfendur sem skemmtu sér konunglega og greinilegt að fólk er komið í Hafnardaga gírinn.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Hafnarfrétta á tónleikunum.

[nggallery id=3]