Uppselt á Jónas og Lúðró – Aukatónleikar í skoðun

jonasogludro02Eins og greint var frá hér á Hafnarfréttum í gær þá munu Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sigurðsson spila á fimmtudeginum fyrir Bræðslu á Borgarfirði eystri.

Miðasalan fór af stað klukkan 10 í gærmorgun og var orðið uppselt strax í gærkvöldi.

Vegna gríðarlegrar aðsóknar og eftirspurnar er nú unnið að því að bæta við tónleikum en nánari upplýsingar um það mun koma á næstunni. Við mælum með því að fólk fylgist vel með ef það vantar enn miða á tónleikana.