Skólaslit grunnskólans á morgun

grunnskólinnÁ morgun, miðvikudaginn 5. júní, verður Grunnskóla Þorlákshafnar slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00.

Hefðbundin dagskrá verður á skólaslitunum eins og undanfarin ár og má þar nefna þann skemmtilega sið þegar fyrstu bekkingar afhenda útskriftarnemunum rós í kveðjugjöf.

Í tilkynningu frá grunnskólanum er tekið fram að allir nemendur skólans eigi að mæta en einnig eru foreldrar og forráðamenn nemenda hvattir til að mæta sem og aðrir velunnarar skólans.