Kvennahlaup ÍSÍ í Þorlákshöfn

Kvennahlaups bolurinn 2013
Kvennahlaups bolurinn 2013

Kvennahlaup ÍSÍ verður fimmtudagskvöldið 6.júní. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni og hefst hlaupið klukkan 20:00. Hægt verður að skrá sig í íþróttamiðstöðinni.

Tvær mismunandi vegalengdir eru í boði í ár, 2 km og 4 km.  Á milli 17 og 19 í dag, miðvikudag, verður hægt að kaupa kvennahlaups boli. Fyrir börn að tólf ára aldri kosta bolirnir 1000 kr, og 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri.

Frítt verður í sund að keppni lokinni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í íþróttamiðstöðinni.