Skapandi tónlistarnámskeið um helgina

asaogstefan01Um helgina 7.-9. júní verður efnt  til tónlistarnámskeiðs fyrir alla sem áhuga hafa á tónlist og eru orðnir 12 ára. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.

Það eru þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir, tónlistarkennari og Stefán Örn Gunnlaugsson, tónlistarmaður og upptökustjóri sem standa fyrir námskeiðinu og leiðbeina.

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að skapa tónlist, bæði með notkun spjaldtölva og hljóðfæra, en einnig verður farið í undirstöðuatriði í upptökutækni.

Námskeiðið kostar 12.000 krónur og verður föstudaginn 7 .júní kl. 19:00-22:00, laugardaginn 8. júní kl. 10:00-13:00 og 14:00-17:00 og sunnudaginn 9. júní kl. 10:00-13:00 og 14:00-17:00

Skráning er um netfangið asaberglind@gmail.com eða í síma 692 7184.