Nemanja Sovic til liðs við Þórsara

sovic01
Mynd Jón Björn / karfan.is

Þórsurum hefur borist býsna sterkur liðsstyrkur fyrir komandi átök í Dominos deildinni í körfubolta. Nemanja Sovic hefur gengið til liðs við félagið en hann lék síðast með liði ÍR og var þar einn af þeirra lykilmönnum á síðasta tímabili.

Nemanja Sovic sem er 35 ára skoraði 13 stig að meðaltali í leik fyrir Breiðhyltinga og tók þar einnig 7 fráköst að meðaltali í leik.

Sovic er mjög góð viðbót við lið Þórs en liðið er  á fullu þessa dagana við að slípa saman sterkum hópi fyrir átök komandi tímabils í Dominos deildinni.