Stórglæsilegir afmælistónleikar í Hörpu – Myndir

Stormtrooper og Róbert Darling Stjórnandi LÞ. Myndir: Davíð Þór
Stormtrooper og Róbert Darling Stjórnandi Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Myndir: Davíð Þór

Það var fullur Norðurljósasalurinn í Hörpu í gærkvöldi þegar Lúðrasveit Þorlákshafnar steig á stokk á 30 ára afmælistónleikum sveitarinnar.

Fjörutíu manna lúðrasveitin spilaði kvikmyndatónlist úr öllum áttum og þar á meðal frumflutti sveitin glænýja íslenska kvikmyndasyrpu útsetta af Stefáni Erni Gunnlaugssyni.

Tónleikarnir voru frábærir í alla staði og virkilega gaman að sjá hversu fjölmenn og vel spilandi Lúðrasveit Þorlákshafnar er. Kynnir kvöldsins var Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir, en hann skilaði sínu vel og fór til að mynda í gervi Stormtrooper úr Star Wars áður en sveitin lék syrpu úr þeirri kvikmynd.

Myndasafn frá tónleikunum má sjá hér að neðan.

[nggallery id=20]