Topplið KR heimsækir Þórsara í kvöld

Baldur Þór, fyrirliði Þórs, mun láta finna fyrir sér eins og vanalega.
Baldur Þór, fyrirliði Þórs, mun láta finna fyrir sér eins og vanalega.

Í kvöld fer fram stórleikur í Dominos deild karla í körfubolta þegar topplið KR mætir Þórsurum í Icelandic Glacial höllinni.

KR-ingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og eru þeir vægt til orða tekið með gott lið. Þórsarar hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni og ætla sér væntanlega ekki að láta Vesturbæinga fara heim með sigur í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er tilvalið að skella sér á körfuboltaleik þennan ágæta föstudag.