Brimbrettaaðstaða í Skötubótinni

surf_skotubot01Sveitarfélagið Ölfus hefur samþykkt samhljóða að farið verði í uppbyggingu á brimbretta aðstöðu í Þorlákshöfn. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2014-2017 er gert ráð fyrir því að hefja undirbúning að uppsetningu aðstöðunnar.

Bjarki Þorláksson hjá Surf.is óskaði eftir því við Sveitarfélagið Ölfus að komið verði upp aðstöðu fyrir brimbrettaiðkendur í Skötubótinni í Þorlákshöfn. Fyrirtæki hans hefur í nokkur ár verið með námskeið í Skötubótinni eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Sveitarfélagið Ölfus mun gera áætlun um stofnkostnað og rekstur aðstöðunnar í samræmi við erindið.