Elín Íris Fanndal tekur sæti á Alþingi

Þorlákshafnarbúinn Elín Íris Fanndal tók í dag sæti á Alþingi fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur þingmann Flokks fólksins. Hún verður á þingi næstu tvær vikur. Elín skipaði þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi í síðustu alþingiskosningum. Hafnarfréttir óska henni til hamingju með þingsetuna en hún mun flytja jómfrúarræðu sína á þingfundi á morgun, þann 4. júní.