Ragnar kjörinn íþróttamaður Hamars

ragnar_ithrottamadur_hamars2013
Mynd: hamarsport.is

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherjinn öflugi í liði Þórs í körfubolta, var á sunnudaginn kjörinn íþróttamaður Hamars í Hveragerði fyrir árið 2013.

Ragnar skipti yfir til Þórs í sumar eftir að hafa spilað allan sinn feril fyrir uppeldisfélagið Hamar. Leikmaðurinn hefur spilað glimrandi vel fyrir Þórsara í úrvalsdeildinni í vetur og er með 16 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik.

Ragnar er vel að titlinum kominn og verður gaman að fylgjast með honum og Þórsliðinu í baráttunni sem eftir er í körfunni en einungis fjórir leikir eru eftir í deildinni fyrir úrslitakeppni.