Helgarþjónustu fyrir aldraða og öryrkja haldið áfram

tjaldstæði3
Tjaldstæðið fær andlitslyftingu innan skamms

Á fundi bæjarráðs í morgun var samþykkt að framhald yrði á þeirri þjónustu sem aldraðir og öryrkjar fá. Það er að kvöld- og helgarþjónustu verður haldið áfram, en slíkt hefur reynst vel á þeim tíma sem sú þjónusta hefur verið fáanleg.

Einnig var lagt fram erindi frá fulltrúum nefndar sem skipuð var af Félagi eldri borgara í Ölfusi. Það snýr að byggingu og reksturs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn.

Vilji þeirra er að kraftur verði settur í stofnun félags um rekstur hjúkrunarheimilis. Á fundinum var samþykkt að óska eftir sameiginlegum fundi með nefndarmönnum og fulltrúum frá Hollvinafélaginu Höfn.

Fleira sem bar á góma á fundi bæjarráðs var meðal annars að samþykkt var að veita 500 þúsund krónum til uppbyggingar á tjaldstæði Þorlákshafnar. Hugmyndum um lagningu strandblakvallar var svo vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Annað sem kom fram á fundinum var að lagt var til að Sveitarfélagið Ölfus falli frá forkaupsrétti sínum að hlutum í Háskólafélagi Suðurlands vegna nýlegrar hlutafjáraukningar félagsins.

Fleiri málefni voru tekin til umræðu í morgun og hér er hægt að skoða allt það sem fram fór á fundi bæjarráðs .