Rúm vika er liðin síðan Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar stigu á svið Fjarðarborgar á Borgarfirði Eystri.
Veðrið þennan dag var óaðfinnanlegt og það sama má segja um tónleikana tvo sem hópurinn hélt um kvöldið. Troðfullt var á báðum tónleikum og var stemningin í húsinu ótrúleg. Meira að segja ólíklegasta fólk stóð upp úr sætum og fór að dansa, svo mikil var stemningin.
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður á seinni tónleikunum. Aðstaða til myndatöku var takmörkuð enda ekki á hverjum degi sem vel yfir 40 manns stendur saman á sviði í félagsheimilinu Fjarðarborg.
[nggallery id=6]