Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir starfsmönnum til starfa við frístundaheimilið. Um er að ræða eina 62,5% stöðu, vinnutími er frá kl. 12:00 – 17:00 og eina 37,5% stöðu vinnutími er frá kl. 12:00 – 17:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Starfið felst meðal annars í
- Umsjón með börnum í 1.-3. bekk eftir skóla.
- Stuðningur við nemendur.
- Miklu samstarfi við starfsmenn grunnskóla, leikskóla og nemendur.
Menntunarkröfur
- Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af uppeldisstörfum.
- Góða færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, jákvæðni og áhugasemi í starfi.
- Æskilegt að umsækandi hafi tekið skyndihjálparnámskeið.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOSS. Bæði kynin eru hvött til að sækja um. Umsækjandi þarf að geta hafið störf þann 19. ágúst nk. Umsóknareyðublöð fást á www.olfus.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu Hafnarbergi 1 og skal skilað þangað eigi síðar en 15. ágúst 2013.
Allar frekari upplýsingar veitir Halldór Sigurðsson skólastjóri í síma 480-3850 eða á halldor@olfus.is