Ægir unnu sannfærandi sigur á toppliði HK 4-2 fyrr í kvöld á Þorlákshafnarvelli og tryggðu sæti sitt í 2.deild.
Fyrir leikinn í kvöld voru liðin að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Liðsmenn HK voru á toppnum og Ægir í 10.sæti í mikilli fallbaráttu.
Ægismenn buðu upp á frábæran leik og léku sinn besta leik í sumar. Gríðarleg barátta var í liði Ægis í kvöld og komu þeir liðsmönnum HK í opna skjöldu með frábærri spilamennsku og vinnusemi í leik sínum.
Darko Matejic er búinn að vera drjúgur fyrir Ægir í sumar og hann fullkomnaði flottan leik sinn í kvöld með því að skora þrjú mörk og er orðinn næstmarkahæstur í deildinni með 11 mörk.
Eitt markanna skoraði svo Haukur Már Ólafsson, en þetta var hans sjötta mark í sumar.
Frábært fyrir bæjarfélagið að hafa lið í 2.deildinni að ári. Glæsileg frammistaða hjá Ægir og nú geta þeir farið pressulausir í síðustu tvo leiki tímabilsins.
Næsti leikur Ægis og jafnframt síðasti heimaleikur tímabilsins verður laugardaginn 14.september gegn Njarðvík.
Áfram Ægir.