Digiqole ad

Sterkur sigur Ægismanna á Vopnafirði

 Sterkur sigur Ægismanna á Vopnafirði

Mynd: Guðmundur Karl / sunnlenska.is

Ægismenn unnu sterkan sigur á Vopnafirði í gær þegar þeir mættu heimamönnum í Einherja í 3. deildinni í fótbolta.

Ásgrímur Þór Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu leiksins.

Eftir leikinn sitja Ægismenn í 6. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er 4. ágúst gegn Augnabliki á Þorlákshafnarvelli.