Digiqole ad

Nýtt skip Smyril Line siglir til Þorlákshafnar

 Nýtt skip Smyril Line siglir til Þorlákshafnar

Nýja skipið Mistral er 153 metra langt og 21 metra breitt.

Smyril Line hefur bætt við nýju flutningaskipi í flota sinn í þeim tilgangi að þróa nýja siglingaleið milli Noregs og Rotterdam og tengja hana við aðrar flutningsleiðir Smyril Line, þar með talið Þorlákshöfn.

Nýja skipið heitir Mistral er 153 metra langt og 21 metra breitt. Djúprista þess er 7 metrar og er Mistral því heldur stærra en skipið Akranes. Mistral mun leysa Akranes af í siglingum milli Hirtshals og Þorlákshafnar og Akranes fer í nýju siglingaleiðina.

Áætlað er að vikulegar siglingar milli vesturstrandar Noregs og Rotterdam hefjist 17. ágúst næstkomandi.