Annar leikurinn í röð sem tapast á afleiddum fjórða leikhluta eftir flotta spilamennsku framan af

Þórsarar þurftu að sætta sig við tap á Sauðárkróki í gær þegar þeir mættu Baldri Þór og lærisveinum hans í Tindastól í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 72-67 Tindastól í vil.

Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is

Alveg eins og í leiknum gegn ÍR í síðustu umferð þá tapaðist leikurinn með afleiddum fjórða leikhluta eftir að hafa verið jafn og spennandi alla hina leikhlutanana.

Líkindin með tapinu gegn ÍR eru ótrúlega mikil en eftir þrjár mínútur í fjórða leikhluta í báðum þessum leikjum þá hrundi allt í sóknarleik Þórsara og voru leikmenn ragir við það að ráðast á körfuna og töpuðu boltanum óþarflega oft.

Eins og fyrr segir var leikurinn í járnum allt þar til 8 mínútur lifðu leiksins og spiluðu Þórsarar á löngum köflum virkilega vel í þessum leik sem gerði þetta tap þeim mun sárara.