Íbúafjöldi stendur í stað það sem af er ári

sjomannadagur_folk-1
Íbúar Ölfuss í skemmtisiglingu á sjómannadaginn í sumar.

Íbúafjöldi í Sveitarfélaginu Ölfus er sá sami í lok þriðja ársfjórðungs og hann var í upphafi árs en heildarfjöldi íbúa er 1.900. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær.

Á sama tíma í fyrra voru íbúar sveitarfélagsins 1.930 talsins en fækkaði síðan um 30  í lok síðasta árs. Íbúafjöldinn hefur staðið í stað síðan.

Þess skal þó geta að allar tölur Hagstofunnar eru námundaðar að næsta tug og sýna þar af leiðandi ekki nákvæman fjölda.