Þessa vikuna er haldin norræna bókasafnsvikan og hefur bókasafnið í Þorlákshöfn tekið þátt í henni frá upphafi.
Á morgun, fimmtudag, mun Ingibjörg Þorleifsdóttir lesa upp úr bókinni Klakahöllineftir norska rithöfundinn Tarjei Vesaa. Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir mun einnig mæta á svæðið og lesa upp úr nýrri bók sinni, Dísusaga. Bók Vigdísar hefur fengið góða dóma og þykir Vigdís skemmtilegur og áhugaverður upplesari.
Dagskráin á morgun hefst klukkan 18:00 og verður boðið upp á kaffi og piparkökur.