Valsmenn sóttir heim í kvöld

thor_stjarnan-16Eftir grátlegt tap Þórsara síðastliðinn sunnudag eftir tvíframlengingu gegn Njarðvík er komið að öðrum leik í Dominos deildinni í kvöld.

Í kvöld verða Valsmenn sóttir heim í Vodafonehöllina og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Eftir fimm umferðir eru Þórsarar með þrjá sigra og tvö töp á bakinu. Aftur á móti eru Valsmenn enn án stiga í botnsæti deildarinnar. Þeir mæta án efa ákveðnir til leiks þar sem þeir ætla sér væntanlega að sækja sinn fyrsta sigur í Dominos deildinni.