Yfir 200 manns séð leiksýningu LÖ

magnthora_makalaussambudÍ kvöld verður sjöunda sýning Leikfélags Ölfus á verkinu Makalaus sambúð sem sýnd er í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.

Leikritið hefur slegið rækilega í gegn og hefur aðsóknin á sýninguna hefur verið mjög góð. Nú þegar sex sýningum er lokið hafa rúmlega 200 gestir séð verkið.

„Viðtökur hafa verið frábærar og þakkar Leikfélag Ölfuss öllum þeim sem lagt hafa leið sína í leikhúsið,“ segir Magnþóra Kristjánsdóttir ein af leikurum Makalausrar sambúðar í samtali við Hafnarfréttir.

Hér að neðan má sjá næstu sýningar en hægt er að panta miða í síma 664-6454 og við innganginn.

Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00
Föstudaginn 15. nóvember kl. 20:00
Laugardaginn 16. nóvember kl. 20:00
Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20:00
Föstudaginn 22. nóvember kl. 20:00
Laugardaginn 23. nóvember kl. 20:00 – Lokasýning