Fartölvu Nemanja Sovic enn saknað

Nemanja Sovic saknar fartölvunnar.
Nemanja Sovic saknar fartölvunnar.

Eins og fram kom um helgina þá var brotist inn í bíl Nemanja Sovic, leikmanns Þórs í körfubolta, og þaðan stolið HP fartölvu og Ipad spjaldtölvu. Atvikið átti sér stað á meðan leik Þórs og Hauka stóð í íþróttamiðstöðinni síðastliðið föstudagskvöld.

Óskað var eftir því að fartölvunni yrði skilað út í íþróttamiðstöð þar sem að í tölvunni væru mikilvæg gögn sem Sovic þarf við vinnu sína en hann er forritari.

Enn hefur ekkert spurst til tölvunnar en hún er algjörlega ónothæf fyrir þann sem hana tók ófrjálsri hendi þar sem hún er vandlega læst. Einungis Sovic sjálfur getur komist inn í tölvuna.