Þórsarar sækja íslandsmeistara Grindavíkur heim

thor_skallagrimur-13Í kvöld leggja Þórsarar leið sína Suðurstrandarveginn þar sem förinni verður heitið til Grindavíkur. Heimamenn í Grindavík taka á móti Þórsurum í Dominos deildinni og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Ríkjandi íslandsmeistararnir í Grindavík eru með sterkt lið og sitja í 3 sæti deildarinnar. Þeir hafa verið að vinna mikilvæga leiki í vetur auk þess sem þeir eru erfiðir heim að sækja.

Okkar menn í Þór hafa ekki verið að sýna sitt rétta andlit í deildinni en liðið hefur einungis unnið 1 leik af síðustu 6 deildarleikjum.

Því er nauðsynlegt fyrir Þór að ná í sigur í Grindavík í kvöld til að koma sér úr neðri hluta deildarinnar og yfir í þann efri.