Flugeldasalan farin af stað

flugeldar01Flugeldasalan í Þorlákshöfn hefst í dag, laugardag, klukkan 14 og verður opið til 22 í kvöld. Kiwanismenn og Slysavarnarfélagið Mannbjörg í Þorlákshöfn sjá um flugeldasöluna eins og undanfarin ár.

Sami opnunartími verður á sunnudag en á mánudag verður opið frá 17-22 og á gamlársdag frá 10-16. Salan fer fram að venju í Kiwanishúsinu á Óseyrarbraut.