Áramótin nálgast óðfluga hér í Þorlákshöfn sem og annars staðar. Brennan verður á sínum stað fyrir ofan Skötubótina og hefst hún klukkan 17. Flugeldasýningin hefst síðan klukkan 17:30.
Samkvæmt veðurspám þá ætti kvöldið að vera nokkuð gott. Engin úrkoma er í kortunum í Þorlákshöfn. Um tveggja gráðu hiti með smá vind sem gæti farið í tíu metra á sekúndu.
Hafnarfréttir óska Þorlákshafnarbúum sem og öðrum gleðilegs nýs árs.