Stórdansleikur með Á móti sól á laugardaginn

ams01Knattspyrnufélagið Ægir mun standa fyrir miklum dansleik í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss næstkomandi laugardag, 4. janúar.

Það verða reynsluboltarnir í Á móti sól sem munu sjá til þess að nýja árið byrji með krafti og ætla þeir að halda uppi miklu stuði langt fram á nótt.

Húsið opnar klukkan 11 og er 18 ára aldurstakmark. Miðaverð er 2.500 kr.