Lúðrasveitin í helgarferð í Eyjum

Frá æfingunni síðastliðna nótt.
Frá æfingunni síðastliðna nótt.

Í gærkvöld lagði Lúðrasveit Þorlákshafnar í siglingu með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Tilgangur ferðarinnar eru sameiginlegir tónleikar sveitarinnar og Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt Jónasi Sig og hljómsveit.

Lúðrasveit Þorlákshafnar var mætt til Eyja um ellefu leytið í gærkvöldi en þá tók við æfing sem stóð til klukkan hálf þrjú í nótt. Dagurinn í dag mun fara í æfingar og almenna gleði en tónleikarnir sjálfir fara fram annað kvöld klukkan níu í Höllinni í Vestmannaeyjum.

Sama prógramm og LÞ og Jónas spiluðu á Borgarfirði Eystri í sumar, verður á boðstólnum. Þeir sem muna eftir þeim tónleikum vita að um frábæra tónleika verður að ræða í Vestmannaeyjum annað kvöld.