Jólin kvödd í Þorlákshöfn

brenna01
Mynd: Davíð Þór

Í dag er síðasti dagur jóla sem gjarnan er kallaður þrettándinn. Í Þorlákshöfn verða jólin kvödd þegar gengið verður með blys frá Ráðhústorgi og út á tjaldstæði þar sem kveikt verður á lítilli brennu. Þar verður síðan flugeldasýning í boði Kiwanisklúbbsins Ölver.

Farið verður af stað frá Ráðhústorginu klukkan 18.