Frábær stemning á tónleikunum í Eyjum – myndband

Eins og við greindum frá fyrir helgi þá var Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sig stödd í Vestmannaeyjum um helgina. Þar var hápunktur ferðarinnar stórtónleikar sveitarinnar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja og Jónasi Sig og hljómsveit.

Í myndbandinu má sjá þegar sveitirnar spila loka lag tónleikana, Hamingjan er hér. Ótrúlega góð stemning var í Höllinni í Vestmannaeyjum eins og glögglega má sjá hér. Einnig bregður fyrir í myndbandinu tilkomumikilli þrettándagleði sem haldin var á föstudeginum. Það er Sighvatur Jónsson sem á heiðurinn af þessu myndbandi.