Raggi Nat í úrvalsliði fyrri umferðar

raggi_urvalslid
Mynd: Jón Björn / karfan.is

Ragnar Nathanaelsson, miðherjinn öflugi í liði Þórs, var í dag valinn í úrvalslið fyrri umferðar í Dominos deild karla í körfubolta.

Raggi hefur spilað mjög vel með liði Þórs það sem af er tímabils og verður gaman að fylgjast með kappanum og Þórs liðinu í seinni hlutanum.

Ásamt Ragga eru í úrvalsliðinu Elvar Már Friðriksson – Njarðvík, Martin Hermannsson – KR, Pavel Ermolinskij – KR og Michael Craion – Keflavík.