Bjarni sýnir vetrarmyndir í Galleríinu undir stiganum

ráðhúsið2Fyrsta sýning í Gallerí undir stiganum, sýningarrými bókasafnsis í Þorlákshöfn, opnar fimmtudaginn 9. janúar klukkan 18:00. Þá sýnir þorlákshafnarbúinn Bjarni Joensen myndir sem hann hefur málað með olíulitum á striga. Bjarni hefur verið mjög afkastamikill málari í mörg ár, tók sér stutta pásu en er nú byrjaður að nýju.

Málverkin á sýningunni koma til með að tengast vetrinum, vetrarfegurð og ljósaskiptunum í skammdeginu. Allir eru velkomnir á opnun sýningar, en boðið verður upp á kaffi og konfekt. Um sölusýningu er að ræða og stendur sýningin yfir til mánaðarloka.