Lokað er yfir bæði Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli um óákveðinn tíma en Vegagerðin greinir frá.
„Veðrið sunnanlands nær hámarki nú undir kvöld en tekur að draga úr vindi hægt og bítandi eftir kl. 22 til 23. Um leið hækkar frostmarkshæðin og dregur úr skafrenningi,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
Þeir sem staddir eru í höfuðborginni og þurfa að komast til Þorlákshafnar geta farið Suðurstrandarveginn en þar eru einungis hálkublettir.