Þór – KFÍ á sínum stað í kvöld

thor_stjarnan-14Leikur Þórs og KFÍ verður á sínum tíma í kvöld klukkan 19:15, þrátt fyrir leiðindaveður á suðurlandi þar sem heiðin er til að mynda öllu ófær.

Leikmenn KFÍ eru mættir til Þorlákshafnar og tilbúnir í slaginn gegn Þórsurum. Dómarar leiksins munu síðan ferðast Suðurstrandarveginn til Þorlákshafnar þar sem hann er ekki ófær.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Icelandic Glacial höllinni.