Milos Glogovac semur við Ægi

aegir_agust2013Ægismenn hafa samið við varnarmanninn Milos Glogovac og mun hann leika með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Milos sem er 33 ára lék síðast með liði KF í 1. deildinni en þar var hann frá árinu 2011. Hann var valinn í lið ársins í 2. deildinni árið 2012.

Milos lék fyrst á Íslandi árið 2005 með liði Víkings Reykjavík þar sem hann spilaði meðal annars í efstu deild.