Fyrsti leikur Þórs á nýju ári

Baldur Þór er klár í slaginn.
Baldur Þór fyrirliði Þórs

Þór Þorlákshöfn fær lið Snæfells úr Stykkishólmi í heimsókn í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í Icelandic Glacial höllinni.

Þórsarar sigruðu tvo síðustu leiki sína á árinu 2013 gegn ÍR og Grindavík og það er vonandi að þeir haldi því striki áfram á nýju ári.

Fyrir leikinn í kvöld er Þór í 6.sæti með 12 stig og Snæfell í 8.sæti með 10 stig. Það má því búast við hörkuleik í kvöld, en Snæfell mun tefla fram nýjum Bandaríkjamanni að nafni Travis Cohn.

Mætum á völlinn og styðjum Þór til sigurs.

Áfram Þór!