Vel heppnað Sleepover í Svítunni í gær

sleppover 2Í gærkvöldi og nótt fór fram viðburðinn Sleepover sem er alltaf jafn vinsæll hjá unga fólkinu sem sækir félagsmiðstöðina. Frábær þátttaka var á Sleepoverinu en um 45 unglingar gistu í Svítunni í nótt.

Byrjað var á því að fara í spurningakeppni og því næst horfði hópurinn á lið Ölfus vinna Hveragerðisbæ í Útsvari. Nóttin einkenndist svo af áhorfi á bíómyndir, PS4, billard og litlum svefni.

Voru ungmennin mjög þreytt en ánægð í morgun þegar þau pökkuðu saman og fóru heim. Eða eins og einn unglingurinn orðaði það eftir að hafa vakað í 24 klukkustundir „þetta var rosalegt kvöld, eigum við ekki bara að fara heim, leggja okkur í 2-3 klukkara og mæta svo aftur í annað Sleepover“.

sleepoverEins skemmtilegt og kvöldið var þá voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar ekki á því að hafa Sleepover tvær nætur í röð en þeir lofa aftur á móti góðri dagskrá í félagsmiðstöðinni á næstunni.