Ölfus fór áfram í Útsvari eftir sigur á Hveragerði

utsvar_olfus2015Rétt í þessu var að ljúka viðureign Ölfus og Hveragerðis í Útsvarinu þar sem Ölfus fór með sigur eftir æsispennandi keppni.

Ölfus byrjaði mjög vel og var vel yfir meirihlutann af keppninni en í lokin var þetta orðið ansi spennandi og Hvergerðingar hefðu getað stolið sigrinum í lokin.

En okkar fólk stóð sig frábærlega og sigraði að lokum 67-66 eftir stórskemmtilega viðureign.