Ölfus mætir Hveragerði í Útsvari kvöldsins

utsvar01Lið Ölfuss hefur leik í spurningaþættinum Útsvari á RÚV í kvöld. Þau Ágústa Ragnarsdóttir, Hannes Stefánsson og Árný Leifsdóttir keppa fyrir hönd Ölfusinga.

Um er að ræða sannkallaðan grannaslag, þar sem þau mæta liði Hvergerðinga en þátturinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:45.

Þeir sem vilja hvetja okkar fólk í sjónvarpssal skulu vera mætt kl. 20 í Efstaleiti.