Í dag kepptu fimleikastúlkur í Þór á Reykjavík International Games í Laugardalshöllinni. Sýnt var frá mótinu á RÚV í dag en þetta var í fyrsta sinn sem Þór sendir lið til leiks í 1. flokki kvenna.
Stelpurnar stóðu sig mjög vel á mótinu og keyrðu öruggar umferðir á dýnu og trampólíni og uppskáru vel eftir því. Dansinn var mjög flottur og þær sýndu mikla útgeislun og innlifun.
Þórs stúlkurnar urðu í 3. sæti í dansi með 12,03, 5. sæti á dýnu með 10,2 og 5. sæti á trampólíni með 9,0. Liðið endaði því í 5. sæti samanlagt með 31,23, aðeins 0,5 stigum á eftir Fjölni sem varð í 4. sæti.