Ungmennaþing í Ráðhúsinu á föstudaginn

ungmennathing2010-10Föstudaginn 31. janúar mun Ungmennaráð Ölfuss standa fyrir ungmennaþingi í Ráðhúsi Ölfuss frá klukkan 17:00-19:30.

Á þinginu verður rætt um ýmis málefni sem viðkoma sveitarfélaginu og íbúum þess og fær ungt fólk gott tækifæri til að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri.
Vilt þú hafa áhrif? Notaðu þá tækifærið og komdu á ungmennaþing en á boðstólnum verða fríar pizzur.

Ungmennaráð Ölfuss
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, Jenný Karen Aðalsteinsdóttir, Sara Lind Traustadóttir, Sesselía Dan Róbertsdóttir, Sunna Ýr Sturludóttir