Mikið um að vera á Þorrablóti um helgina

þorramaturHið árlega Þorrablót verður haldið í Þorlákshöfn næstkomandi laugardagskvöld, 8. febrúar.

Blótið fer fram í Versölum eins og undanfarin ár. Húsið opnar klukkan 19 og borðhald hefst síðan klukkutíma síðar.

Maturinn verður í höndum Svarta Sauðsins og mun Jón Haralds sjá um veislustjórn. Hljómsveitin Buff mun síðan halda uppi miklu stuði langt fram eftir nóttu.

Miðasalan hófst í gær og lýkur klukkan 20 í kvöld svo fólk þarf að hafa hraðar hendur til að næla sér í miða á blótið.

Hægt verður að kaupa miða á ballið sér og verða þeir seldir frá klukkan 23 á laugardaginn.