Bikardraumurinn úti þetta árið

thor_skallagrimur-3Þórsurum tókst ekki að komast í úrslit bikarkeppninnar í körfubolta þegar þeir töpuðu gegn Grindavík í gærkvöldi í undanúrslitum 93-84.

Leikur Þórs var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik en liðið fékk á sig 59 stig í fyrri hálfleik en varnarleikurinn lítill sem enginn.

Allt annað var að sjá til Þórsara í seinni hálfleik en liðið þurfti alltaf að elta Grindavík og svo fór að heimamenn unnu sanngjarnan sigur og mæta ÍR í úrslitum.

Stigaskor Þórs. Mike Cook Jr. með 31 stig, Ragnar Nathanaelsson skoraði 19, Baldur Þór Ragnarsson 11, Tómas Heiðar Tómasson 10, Emil Karel Einarsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 5 og Nemanja Sovic 2.

Næsti leikur Þórs í deildinni er heimaleikur á föstudaginn gegn toppliði Keflavíkur.